Stjórnmálaflokkar á Íslandi efna til morgunverðarfundar á Grand Hótel Reykjavík í dag kl. 8.30 undir kjörorðinu Hvað svo?

Stjórnmálaflokkar á Íslandi efna til morgunverðarfundar á Grand Hótel Reykjavík í dag kl. 8.30 undir kjörorðinu Hvað svo? Markmið fundarins er að ræða næstu skref #metoo innan stjórnmálanna og leita svara við spurningunum, hvernig félagasamtök eins og stjórnmálaflokkar geti beitt sér fyrir því að minnka líkur á því að hvers kyns áreitni sé liðin, og í hvað farveg sé eðlilegast að mál tengd áreitni fari innan stjórnmálaflokkanna.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur opnunarávarp.

Meðal fyrirlesara er Gestur Pálmason markþjálfi sem ræðir sjónarhorn karlmanna sem vilja axla ábyrgð. Fundurinn er öllum opinn og án endurgjalds. Sýnt verður beint frá fundinum á Youtube. Húsið verður opnað kl. 8 og boðið verður upp á léttan morgunverð.