Hnakkaþon Vinningshafar hnakkaþonsins tóku við verðlaunum fyrir markaðstillöguna „Say Iceland“ í Háskólanum í Reykjavík.
Hnakkaþon Vinningshafar hnakkaþonsins tóku við verðlaunum fyrir markaðstillöguna „Say Iceland“ í Háskólanum í Reykjavík. — Morgunblaðið/Eggert
Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Brim hf.

Þorgrímur Kári Snævarr

thorgrimur@mbl.is

Brim hf. mun byggja upp nýtt vörumerki undir nafninu „Say Iceland“ og selja með því fullunninn ufsa á austurströnd Bandaríkjanna, verði farið eftir tillögum sigurliðsins í hnakkaþoni Háskólans í Reykjavík og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. hnakkaþonið er árleg samkeppni upprennandi sérfræðinga í markaðsmálum, hugbúnaði, tækni og vörustjórnun og snýst um að þróa nýjar lausnir fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Í áskorun hnakkaþonsins í ár var nemendum falið að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsa í Bandaríkjunum.

Sigurliðið í ár skipa Tinna Brá Sigurðardóttir meistaranemi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði, Sóley Sævarsdóttir Meyer laganemi, Serge Nengali Kumakamba og Yvonne Homoncik, skiptinemar í lagadeild, og Julia Robin de Niet, skiptinemi í tækni- og verkfræðideild.

Aukin áhersla á íslensk gæði

Vinningstillagan gerir ráð fyrir aukinni áherslu á íslensk gæði, sjálfbærni og jafnt framboð allt árið um kring í markaðssetningu á ufsa á Bandaríkjamarkaði. Byggð verði upp ný aðstaða til fullvinnslu á ufsa undir „Say Iceland“-vörumerkinu í Portland í Maine í Bandaríkjunum. Jafnframt eigi að leggja áherslu á minni einingum fyrir kantínur háskóla, hjúkrunarheimila og vinnustaða og á markaðssetningu beint til neytenda.