Mannlíf Innflytjendur eru margbreytilegur hópur sem ekki talar einni röddu.
Mannlíf Innflytjendur eru margbreytilegur hópur sem ekki talar einni röddu. — Morgunblaðið/Ómar
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Norðurlönd í fókus standa fyrir umræðukvöldi í sal Norræna hússins kl. 19.30 - 21 annað kvöld, þriðjudag 23. janúar, með dönsku baráttukonunum og femínistunum Geeti Amiri og Natasha Al-Hariri.

Norðurlönd í fókus standa fyrir umræðukvöldi í sal Norræna hússins kl. 19.30 - 21 annað kvöld, þriðjudag 23. janúar, með dönsku baráttukonunum og femínistunum Geeti Amiri og Natasha Al-Hariri. Þær hafa vakið mikla athygli að undanförnu í Danmörku með baráttu sinni fyrir auknum kvenréttindum meðal fólks af innflytjendaættum og breyttri sýn á konur af innflytjendaættum sem gerendur í eigin lífi.

Báðar eru í hópi fjögurra kvenna sem komið hefur fram á umræðuviðburðum undir nafninu „Den Nydanske Kvindekamp“. Þær eru ósammála innbyrðis um hitt og þetta og sýna þannig fram á að fólk af innflytjendaættum í Danmörku er margbreytilegur hópur sem ekki talar einni röddu. Þó eru þær sammála um að „nýdanskur femínismi“ sé í grunninn barátta fyrir því að hver kona eigi að njóta frelsis til þess að lifa lífinu eftir eigin vilja.

Umræðan fer fram á ensku. Allir eru velkomnir.