Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Kínverska kvennalandsliðið í knattspyrnu, undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, hefur unnið báða leiki sína til þessa á fjögurra þjóða alþjóðlegu móti í Foshan í Kína. Lið Kína vann lið Taílands 2:1 þrátt fyrir að hafa lent undir á 21. mínútu.
Kínverska kvennalandsliðið í knattspyrnu, undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, hefur unnið báða leiki sína til þessa á fjögurra þjóða alþjóðlegu móti í Foshan í Kína. Lið Kína vann lið Taílands 2:1 þrátt fyrir að hafa lent undir á 21. mínútu. Wang Shanshan jafnaði metin á 30. mínútu og Ren Guixin skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik. Kína er í 14. sæti á heimslista FIFA og Taíland í 29. sæti. Áður hafði Kína unnið 4:0-sigur á Víetnam á föstudaginn. Síðasti leikur liðsins á mótinu er gegn Kólumbíu á morgun.