Þýsk stjórnvöld hafa gert bílaframleiðandanum Audi að innkalla 127.000 bifreiðar eftir að svindlbúnaður fannst í mengunarvarnabúnaði. Bild am Sonntag greindi frá þessu um helgina.

Þýsk stjórnvöld hafa gert bílaframleiðandanum Audi að innkalla 127.000 bifreiðar eftir að svindlbúnaður fannst í mengunarvarnabúnaði. Bild am Sonntag greindi frá þessu um helgina.

Í tilkynningu frá Audi segir að bílarnir sem um ræðir hafi verið hluti af sjálfviljugri innköllun fyrirtækisins á 850.000 dísilbílum sem ráðist var í í júlí síðastliðnum.

Verður hugbúnaðurinn sem stýrir vélum bílanna endurhannaður, prófaður og sendur til stjórnvalda til samþykktar, að sögn BBC.

Audi hefur verið gefinn frestur til febrúar til að sýna fram á að ekki sé hægt að nota nýja stjórnbúnaðinn til að svindla á útblástursprófunum.

ai@mbl.is