Grindavík Jörð skalf í bænum í gærkvöldi.
Grindavík Jörð skalf í bænum í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Jörð skalf rétt norðaustan við Grindavík í gærkvöldi og fylgdu nokkrir minni skjálftar í kjölfarið. Um kl. 21.15 kom skjálfti upp á 3,5 stig og skömmu síðar 2,5 stig. Tæpum hálftíma síðar kom þriðji skjálftinn, upp á 1,5 stig.

Jörð skalf rétt norðaustan við Grindavík í gærkvöldi og fylgdu nokkrir minni skjálftar í kjölfarið. Um kl. 21.15 kom skjálfti upp á 3,5 stig og skömmu síðar 2,5 stig. Tæpum hálftíma síðar kom þriðji skjálftinn, upp á 1,5 stig. Íbúar Grindavíkur fundu vel fyrir skjálftunum og bárust Veðurstofunni nokkrar tilkynningar.

Að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni, var staðsetning skjálftanna ekki óvenjuleg. Fylgst var með skjálftum í nótt og senda átti út tilkynningu ef eitthvað markvert gerðist.