Dofri Snorrason
Dofri Snorrason
Úrvalsdeildarlið Víkings varð fyrir blóðtöku á föstudagskvöldið þegar einn reyndasti leikmaður liðsins, Dofri Snorrason, sleit hásin og verður þar af leiðandi frá knattspyrnuiðkun næstu mánuðina.

Úrvalsdeildarlið Víkings varð fyrir blóðtöku á föstudagskvöldið þegar einn reyndasti leikmaður liðsins, Dofri Snorrason, sleit hásin og verður þar af leiðandi frá knattspyrnuiðkun næstu mánuðina. Dofri meiddist í leik gegn KR á Reykjavíkurmótinu og staðfesti við netmiðilinn Fótbolta.net að hásin hefði slitnað. Dofri verður 28 ára í sumar en hann á að baki 117 leiki í efstu deild hérlendis með KR, Selfossi og Víkingi. kris@mbl.is