Reynsla og rannsóknir staðfesta að hreyfing er góð fyrir heilsuna. Þetta getur hver maður raunar reynt á eigin skinni. Liggi fólk í leti þó að ekki sé nema í fáeina daga stirðnar skrokkurinn og þrekið verður minna.
Reynsla og rannsóknir staðfesta að hreyfing er góð fyrir heilsuna. Þetta getur hver maður raunar reynt á eigin skinni. Liggi fólk í leti þó að ekki sé nema í fáeina daga stirðnar skrokkurinn og þrekið verður minna. Afleiðingarnar verða svo hugsanlega meiri og alvarlegri ef letilífið er langvarandi. Svo vitum við líka að við ákveðnar kringumstæður, svo sem líkamlega hreyfingu og áreynslu, framleiðir líkaminn endorfín en það eru taugaboðefni sem heiladingullinn framleiðir og hefur meðal annars áhrif á öndun, skapar vellíðunartilfinningu og slær á sársauka. – Þá þekkir fólk líka að göngutúrar eða að hlaupa góðan hring getur verið allra meina bót – því þegar komið er til baka er hugsunin skýr og vandamál dagsins yfirleitt auðleysanleg.