Donald Trump
Donald Trump
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt til þess að reglum um samþykkt ríkisfjárlaga í neðri deild bandaríska þingsins verði breytt svo að einfaldur meirihluti nægi til að koma þeim í gegn. Frá þessu er greint á fréttasíðu AFP .
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt til þess að reglum um samþykkt ríkisfjárlaga í neðri deild bandaríska þingsins verði breytt svo að einfaldur meirihluti nægi til að koma þeim í gegn. Frá þessu er greint á fréttasíðu AFP . Stofnunum bandaríska alríkisins var lokað um helgina þar sem ekki tókst að fá nægan meirihluta fyrir framlengingu fjárlaganna. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem slíkt hendir þótt allir armar ríkisvaldsins séu í höndum sama flokksins. Tillaga Trumps er líkleg til að falla í grýttan jarðveg þar sem hún kæmi til með að gagnast demókrötum ef þeir ná þingmeirihluta á ný.