Vinsæl GusGus ´a tónleikum. Hljómsveitin nýtur enn mikilla vinsælda.
Vinsæl GusGus ´a tónleikum. Hljómsveitin nýtur enn mikilla vinsælda. — Morgunblaðið/Eggert
Fyrsta smáskífan af væntanlegri breiðskífu hljómsveitarinnar GusGus, Lies are more flexible , kom út fyrir helgi og hefur hún að geyma upphafslag plötunnar, „Featherlight“.
Fyrsta smáskífan af væntanlegri breiðskífu hljómsveitarinnar GusGus, Lies are more flexible , kom út fyrir helgi og hefur hún að geyma upphafslag plötunnar, „Featherlight“. Það hefur verið í nokkurn tíma í myndbandsformi á vefnum YouTube en smáskífunni fylgir aukalag og endurhljóðblöndun eftir GusGus-liðann Bigga veiru. Smáskífuna má nú finna bæði á Spotify og iTunes. Fleiri endurhljóðblandanir eru væntanlegar áður en að útgáfu breiðskífunnar kemur: 9. febrúar verða fjórar endurhljóðblandanir af „Featherlight“ gefnar út, m.a. eftir Johannes Brecht. 23. febrúar kemur svo breiðskífan út, sú tíunda á farsælum ferli hljómsveitarinnar.