Enn eitt skrefið í undirbúningi Hvalárvirkjunar var stigið á fundi hreppsnefndar Árneshrepps í gær er skipulagstillögur vegna virkjunarinnar voru samþykktar. Fimm nefndarmenn í fámennasta sveitarfélagi landsins bera þá ábyrgð að ákveða framhaldið. Þrír þeirra eru nú fylgjandi virkjun en tveir eru á móti.
Fjölmenni var á fundi hreppsnefndarinnar í gær. Hópur sérfræðinga og annarra gesta að sunnan kom með flugi til fundarins. Í þeim hópi var Sigurður Gísli Pálmason en tillögu hans um kostamat á virkjun annars vegar og verndun hins vegar var hafnað á fundinum. Í umræðum um tillöguna sagði oddviti Árneshrepps að það vistspor sem Hvalárvirkjun myndi setja á landið væri svo lítið, „svo örlítið“. sunna@mbl.is 14