Flottur Gunnar R. Valþórsson sjónvarpsfréttaþulur.
Flottur Gunnar R. Valþórsson sjónvarpsfréttaþulur. — Skjáskot af vef Stöðvar 2
Mikið skeggæði rann á íslenska karlmenn fyrir fáeinum árum og virðist ekkert lát ætla að verða á því. Mun leppalepjum (e. hipster) svokölluðum vera um að kenna eða jafnvel karlalandsliði Íslands í knattspyrnu.

Mikið skeggæði rann á íslenska karlmenn fyrir fáeinum árum og virðist ekkert lát ætla að verða á því. Mun leppalepjum (e. hipster) svokölluðum vera um að kenna eða jafnvel karlalandsliði Íslands í knattspyrnu. Og ekkert svo sem að því, skegg getur verið fallegt og spara má marga krónuna með því að vera skeggjaður því rakvélarblöð eru fokdýr munaðarvara.

Fúlskeggjaðir menn hafa verið áberandi á ólíklegustu stöðum en það er ekki fyrr en nú sem einn slíkur hefur ruðst inn í eitt helgasta vígi sléttrakaða, miðaldra karlmannsins, vígi sjónvarpsfréttaþularins. Þar hafa menn sést með nokkurra daga skeggbrodda og jafnvel það sem kallað er „five o'clock shadow“ í Bandaríkjunum, þ.e. nokkurra klukkustunda gamla brodda að hætti Bruce Willis. Og maðurinn sem á heiðurinn af því að ryðjast fúlskeggjaður inn í sjónvarpsfréttirnar, á Stöð 2, heitir Gunnar Reynir Valþórsson og er skeggið svo myndarlegt að sjálfur Kolbeinn kafteinn hlýtur að vera öfundsjúkur. Reyndar var Logi Bergmann með dálítið skegg á tímabili en það var eins og nýpúðraður barnsrass í samanburði við andlitið á Gunnari.

Helgi Snær Sigurðsson

Höf.: Helgi Snær Sigurðsson