[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
*Njarðvík missti naumlega af sínum fyrstu stigum í Dominos-deild kvenna í körfubolta í vetur þegar liðið tapaði 70:73 fyrir Snæfelli á heimavelli eftir framlengingu.

*Njarðvík missti naumlega af sínum fyrstu stigum í Dominos-deild kvenna í körfubolta í vetur þegar liðið tapaði 70:73 fyrir Snæfelli á heimavelli eftir framlengingu. Kristen McCarthy skoraði 25 stig og tók 15 fráköst fyrir Snæfell en Shalonda Winton var með 27 stig, 18 fráköst og 9 stoðsendingar fyrir Njarðvíkinga.

* Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck verða andstæðingar á Laugardalsvellinum 2. júní en samið hefur verið um vináttulandsleik Íslands og Noregs í knattspyrnu þann dag. Það verður fyrri leikur íslenska liðsins af tveimur í Laugardal áður en það heldur til Rússlands vegna HM 9. júní.

*Íslenska karlalandsliðið í bandý tapaði fyrir Rússum, 5:7, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Lettlandi í gær. Alexander Rönnlund skoraði þrjú fyrstu mörkin og þeir Andreas Stefansson og Jens Alengård hin tvö.

*Franski varnarmaðurinn Aymeric Laporte varð í gær dýrasti leikmaðurinn í sögu enska knattspyrnufélagsins Manchester City þegar það keypti hann af Athletic Bilbao á Spáni fyrir 57 milljónir punda.

* Sarah Smiley tryggði Ásynjum sigur á Ynjum 4:3, í vítakeppni eftir framlengdan leik Akureyrarliðanna á Íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöld. Staðan var 3:3 eftir venjulegan leiktíma, eftir að Ásynjur höfðu komist í 3:0. Ásynjur eru nú með 25 stig og Ynjur 23 en SR/Björninn er án stiga.