Fótbolti Sýningin yrði á Garðatorgi.
Fótbolti Sýningin yrði á Garðatorgi.
Tillaga Bjartrar framtíðar um að sýnt verði frá leik Íslands og Argentínu í lokakeppni HM í knattspyrnu á risaskjá á Garðatorgi var lögð fram á bæjarráðsfundi Garðabæjar í morgun.
Tillaga Bjartrar framtíðar um að sýnt verði frá leik Íslands og Argentínu í lokakeppni HM í knattspyrnu á risaskjá á Garðatorgi var lögð fram á bæjarráðsfundi Garðabæjar í morgun. „Í tilefni af fyrsta landsleik Íslands í lokakeppni HM í Rússlandi í sumar, leggur Björt framtíð til að bæjarfélagið beiti sér fyrir skipulagningu viðburðar á Garðatorgi, þar sem íbúum og öðrum áhugasömum verði boðin sýning á leiknum á stórum skjá,“ segir í tillögunni. Í greinargerð með henni kemur fram að leikurinn verði spilaður laugardaginn 16. júní.