Ásýnd þýðir m.a. útlit . Fólk getur verið virðulegt, ískyggilegt, drengilegt eða fagurt ásýndum. „Þessi kona var göfug ásýndum og sælleg,“ segir í þjóðsögu.
Ásýnd þýðir m.a. útlit . Fólk getur verið virðulegt, ískyggilegt, drengilegt eða fagurt ásýndum. „Þessi kona var göfug ásýndum og sælleg,“ segir í þjóðsögu. Ekki göfug „ásýndar“, það er ruglingur við tilsýndar , sem þýðir álengdar að sjá . „Tilsýndar virtist bíllinn óskemmdur en beyglan sást er nær kom.“