Annika Olsen
Annika Olsen
Þórshöfn í Færeyjum verður heiðursgestur á Menningarnótt í Reykjavík í ágúst næstkomandi. Boðið var staðfest á síðasta fundi borgarráðs. Af þessu tilefni hefur Dagur B.

Þórshöfn í Færeyjum verður heiðursgestur á Menningarnótt í Reykjavík í ágúst næstkomandi. Boðið var staðfest á síðasta fundi borgarráðs.

Af þessu tilefni hefur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ritað Anniku Olsen, borgarstjóra í Þórshöfn, formlegt boðsbréf. Þar kemur fram að Menningarnótt sé afmælishátíð Reykjavíkurborgar og verði haldin í 23. skipti hinn 18. ágúst 2018. „Menningarnótt er hátíð sem allir borgarbúar skapa og upplifa saman, úti á torgum og götum miðborgarinnar, í bakgörðum og söfnum, fyrirtækjum og ekki síst í húsunum í bænum,“ segir borgarstjóri.

Dagur rifjar upp að um árabil hafi tíðkast að bjóða völdum sveitarfélögum að vera heiðursgestur á Menningarnótt. „Tórshavnar kommuna var slíkur gestur á hátíðinni 2007. Dagskrá Tórshavnar þótti takast mjög vel og vorum við afar snortin af framlögum þeirra frábæru listamanna ykkar sem þátt tóku,“ segir Dagur. sisi@mbl.is