Reykingar Minna selst af sígarettum en áður, en fleiri eru farnir að veipa.
Reykingar Minna selst af sígarettum en áður, en fleiri eru farnir að veipa. — Morgunblaðið/Ásdís
Sala á sígarettum dróst umtalsvert saman hér á landi á síðasta ári. Samdrátturinn var nærri tíu prósent því árið 2016 seldist ríflega ein milljón kartona af sígarettum hér en árið 2017 seldust rétt ríflega 900 þúsund karton.

Sala á sígarettum dróst umtalsvert saman hér á landi á síðasta ári. Samdrátturinn var nærri tíu prósent því árið 2016 seldist ríflega ein milljón kartona af sígarettum hér en árið 2017 seldust rétt ríflega 900 þúsund karton. Á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað og ferðamenn eru á hverju strái.

Hins vegar fjölgaði þeim sem nota rafsígarettur daglega úr 3% árið 2016 í 4% árið 2017. Alls nota 8% landsmanna rafsígarettur, eða veip, að einhverju marki samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis.

Tíu ár eru nú liðin frá því að reykingabann var sett á veitinga- og skemmtistöðum. Tíðni daglegra reykinga fullorðinna hefur dregist saman um helming á þessum tíu árum, var í kringum 20% en mælist í dag rúmlega 10%. 18