Guðmundur Þórður Guðmundsson er kominn með gríðarlega mikla reynslu af stórmótum í handknattleik, en hann stýrði íslenska landsliðinu fyrst í lokakeppni EM árið 2002.

Guðmundur Þórður Guðmundsson er kominn með gríðarlega mikla reynslu af stórmótum í handknattleik, en hann stýrði íslenska landsliðinu fyrst í lokakeppni EM árið 2002.

Stórmót Guðmundar sem landsliðsþjálfari eru orðin fjórtán talsins og þau eru eftirtalin:

• Með Ísland á EM 2002 þar sem liðið endaði í 4. sæti.

• Með Ísland á HM 2003 þar sem liðið endaði í 7 sæti.

• Með Ísland á EM 2004 þar sem liðið endað í 13. sæti.

• Með Ísland á Ólympíuleikunum 2004 þar sem liðið endaði í 9. sæti.

• Með Ísland á Ólympíuleikunum 2008 þar sem liðið hlaut silfurverðlaunin.

• Með Ísland á EM 2010 þar sem liðið hlaut bronsverðlaunin.

• Með Ísland á HM 2011 þar sem liðið endaði í 6 sæti.

• Með Ísland á EM 2012 þar sem liðið endaði í 10. sæti.

• Með Ísland á Ólympíuleikunum 2012 þar sem liðið endaði í 5. sæti.

• Með Danmörku á HM 2015 þar sem liðið endaði í 5. sæti.

• Með Danmörku á EM 2016 þar sem liðið endaði í 6. sæti.

• Með Danmörku á Ólympíuleikunum 2016 þar sem liðið fékk gullverðlaun.

• Með Danmörku á HM 2017 þar sem liðið endaði í 10. sæti.

• Með Barein á Asíumótinu 2018 þar sem liðið fékk silfurverðlaun.

Guðmundur lék sjálfur með íslenska landsliðinu um árabil en hann spilaði með því 230 leiki og skoraði 356 mörk.

Hann lék með því á fjórum stórmótum, Ólympíuleikunum 1984 og 1988 og heimsmeistaramótunum 1986 og 1990, auk þess að spila með Íslandi í B-keppni HM árin 1983 og 1989. vs@mbl.is