Jussi Sipponen
Jussi Sipponen
SA vann gríðarlega sannfærandi 8:1-sigur á SR er liðin mættust í Hertz-deild karla í íshokkíi á Akureyri í gærkvöld. Jafnræði var þó með liðunum í 1. leikhluta og staðan eftir hann 2:1. SA tók öll völd á svellinu eftir hann og tryggði sér öruggan sigur.

SA vann gríðarlega sannfærandi 8:1-sigur á SR er liðin mættust í Hertz-deild karla í íshokkíi á Akureyri í gærkvöld. Jafnræði var þó með liðunum í 1. leikhluta og staðan eftir hann 2:1. SA tók öll völd á svellinu eftir hann og tryggði sér öruggan sigur.

Jordan Steger kom SA yfir snemma leiks en Bjarki Jóhannesson jafnaði fyrir SR skömmu síðar. Jussi Sipponen skoraði fyrsta af þremur mörkum sínum í leiknum fyrir hlé og sá til þess að staðan væri 2:1.

Sipponen skoraði bæði mörkin í 2. leikhluta og var staðan fyrir síðasta leikhlutann því 4:1.

Bart Moran, Rúnar Rúnarsson og Kristján Árnason skoruðu allir í 3. leikhluta og risasigur norðanmanna varð raunin. SA er í 2. sæti deildarinnar með 42 stig, tveimur minna en topplið Esju. SR er á botninum, án stiga. johanningi@mbl.is