Karl í koti setti „Ástarvísur – Dýraníð“ á Boðnarmjöð með þeirri athugasemd, að eiginlega væri þetta dýrafræði fyrir byrjendur. – Um höfundinn sagði hann: „Einhver Jón Ingvar Jónsson ku hafa orkt þetta.

Karl í koti setti „Ástarvísur – Dýraníð“ á Boðnarmjöð með þeirri athugasemd, að eiginlega væri þetta dýrafræði fyrir byrjendur. – Um höfundinn sagði hann: „Einhver Jón Ingvar Jónsson ku hafa orkt þetta.“

Það er ljóst að ástin er

oftast blind.

Ef hún jarmar undir þér (meeeh meh)

er hún kind.

Það er ljóst að ástin er

algjört rugl.

Ef hún tístir undir þér (dirrindí)

er hún fugl.

Það er ljóst að ástin er

engu lík.

Ef hún geltir undir þér (voff voff)

er hún tík.

Það er ljóst að ástin er

ekkert grín.

Ef hún rýtir undir þér (ohh, noohhh)

er hún svín.

Það er ljóst að ástin er

okkur kross.

Ef hún hneggjar undir þér (hkýhyhyhí)

er hún hross.

Það er ljóst að ástin er

engin vörn.

Ef hún slítur undan þér (Áááiii! látt'ann vera!!!)

er hún björn.

Reir frá Drangsnesi gerði þessa athugasemd:

Það er ljóst að ástin er

upphaf vona

Ef hún talar undir þér

er hún kona.

Reyr bætti síðan við, að þetta væri rosalega óviðeigandi bálkur og auðvitað út úr kú að komentera á hann en samt: „Konur eru auðvitað líka menn þó að menn séu sjaldnar konur“:

Það er ljóst að ástin er

einatt blaður.

Ef hún þegir undir þér

er hún maður.

Nú rifjast upp fyrir mér vísa eftir Jón S. Bergmann:

Ástin blind er lífsins lind

leiftur skyndi vega –

hún er mynd af sælu og synd

samræmd yndislega.

Gísli Brynjúlfsson kvað við skagfirska smalastúlku 1847:

Minn er bragrinn, menja gná,

margvíslega skaptr!

Hvað mun dagrinn heita sá,

er hér við sjáumst aftr?

Halldór Blöndal

halldorblondal@simnet.is