Kórinn Ída Marín Hermannsdóttir skoraði eitt marka Íslands og á hér í höggi við Töru McGonigle, varnarmann skoska liðsins, í leiknum.
Kórinn Ída Marín Hermannsdóttir skoraði eitt marka Íslands og á hér í höggi við Töru McGonigle, varnarmann skoska liðsins, í leiknum. — Morgunblaðið/Eggert
Stúlknalandslið Íslands í knattspyrnu, 17 ára og yngri, vann öruggan sigur á Skotum, 4:0, í vináttuleik í Kórnum í Kópavogi. Sömu úrslit urðu í fyrri viðureign liðanna sem fram fór á sama stað á sunnudaginn.

Stúlknalandslið Íslands í knattspyrnu, 17 ára og yngri, vann öruggan sigur á Skotum, 4:0, í vináttuleik í Kórnum í Kópavogi. Sömu úrslit urðu í fyrri viðureign liðanna sem fram fór á sama stað á sunnudaginn.

Katla María Þórðardóttir kom Íslandi yfir úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks. Ída Marín Hermannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir bættu við mörkum fyrir miðjan síðari hálfleik og Karólína Jack skoraði fjórða markið fimm mínútum fyrir leikslok.

Leikirnir voru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir keppni í milliriðli Evrópumótsins 2018 en það fer til Þýskalands seinnipartinn í mars og mætir þar Þýskalandi, Aserbaídsjan og Írlandi. Íslensku stúlkurnar komust áfram úr undanriðli keppninnar sem leikinn var síðasta haust. Skoska liðið komst einnig áfram og er í sama undirbúningi. vs@mbl.is