Flugdagur Margir flugmenn hafa áhyggjur af eldsneytisverði.
Flugdagur Margir flugmenn hafa áhyggjur af eldsneytisverði. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Við erum nú að sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni. Mér sýnist að þetta feli í sér kostnaðarauka hvaða leið sem er farin,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands.

„Við erum nú að sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni. Mér sýnist að þetta feli í sér kostnaðarauka hvaða leið sem er farin,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands.

Flugmenn hafa getað notað etanóllaust eldsneyti á smærri vélar síðustu misseri. Nú hafa Matthías og félagar hans fengið þau skilaboð frá birgjum að þær birgðir verði brátt á þrotum og etanóllaust eldsneyti verði jafnvel ófáanlegt á landinu.

„Þetta hefur í verstu tilvikum í för með sér að flugmenn þurfa að greiða allt að tvöfalt eða þrefalt hærra verð fyrir eldsneyti,“ segir Matthías.

„Eldsneyti er yfirleitt stærsti kostnaðarliðurinn í flugi. Viðhaldið kemur þar á eftir. Menn eru ekki að borga sér laun þegar þeir eru að fljúga sér til skemmtunar.“

Á hverja hefur þetta áhrif?

„Þetta hefur auðvitað mjög slæm áhrif á grasrótina. Flug mun örugglega minnka hjá okkur. Það er slæmt þegar vöxturinn er svona mikill í fluginu því þetta hefur áhrif á flugkennslu og í einkafluginu.“ hdm@mbl.is