Í Álfasteini Orðsporið var afhent í leikskólanum Álfasteini í gær.
Í Álfasteini Orðsporið var afhent í leikskólanum Álfasteini í gær.
Sveitarfélagið Hörgársveit hlaut í gær Orðsporið 2018, hvatningarverðlaun sem eru veitt á degi leikskólans, 6. febrúar ár hvert.

Sveitarfélagið Hörgársveit hlaut í gær Orðsporið 2018, hvatningarverðlaun sem eru veitt á degi leikskólans, 6. febrúar ár hvert.

Fram kemur í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands að Hörgársveit hljóti verðlaunin í ár fyrir að vera það sveitarfélag sem státi af hæsta hlutfalli leikskólakennara sem starfa við uppeldi og menntun leikskólabarna en hlutfall leikskólakennara í leikskólanum Álfasteini í Hörgársveit sé 84 prósent og því vel yfir lögbundnu lágmarki sem er 66,66%.

Sól í hjarta

Heilsuleikskólinn Álfasteinn sem er eini leikskóli Hörgársveitar hefur verið starfræktur í 22 ár og rúmar 32 börn. Leikskólastjóri er Hugrún Ósk Hermannsdóttir og hefur hún verið við stjórnvölinn nánast frá upphafi. Einkunnarorð Álfasteins eru „með sól í hjarta“ og er áhersla lögð á umhyggju fyrir barninu.