Emmy Mahoney með tveimur leikurum úr Frasier, Peri Gilpin og Kelsey Grammer, þegar þættirnir hlutu Emmy-verðlaun árið 1998.
Emmy Mahoney með tveimur leikurum úr Frasier, Peri Gilpin og Kelsey Grammer, þegar þættirnir hlutu Emmy-verðlaun árið 1998. — AFP
Enski leikarinn John Mahoney er látinn, 77 ára að aldri. Mahoney tengja eflaust flestir Íslendingar við hlutverk Martin Crane í gamanþáttunum Frasier en hann lék í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta á ferli sínum.

Enski leikarinn John Mahoney er látinn, 77 ára að aldri. Mahoney tengja eflaust flestir Íslendingar við hlutverk Martin Crane í gamanþáttunum Frasier en hann lék í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta á ferli sínum.

Mahoney hóf leiklistarnám í Chicago rétt fyrir fertugt og lék lengi vel í Steppenwolf leikhúsinu þar í borg og færði sig þaðan yfir á Broadway í New York. Hann hlaut Tony-leiklistarverðlaunin árið 1986 fyrir leik sinn í The House of Blue Leaves . Fyrir kvikmyndaleik vakti hann fyrst athygli í kvikmynd leikstjórans Barry Levinson, Tin Men frá árinu 1987 og sama ár vakti hann athygli fyrir vandaðan leik í Moonstruck .

Eftir að þáttunum Frasier lauk voru Mahoney boðin hlutverk í ýmsum sjónvarpsþáttum en hann flutti hins vegar aftur til Illinois og fór að leika á ný fyrir Steppenwolf leikhúsið.