7. febrúar 1965 Louis Armstrong, konungur djassins, kom til landsins og hélt þrenna tónleika í Háskólabíói. Hann var ánægður með íslensku áheyrendurna og sagði í samtali við Morgunblaðið: „Ég finn að það er mikill djass í þessu fólki.“ 7.
7. febrúar 1965
Louis Armstrong, konungur djassins, kom til landsins og hélt þrenna tónleika í Háskólabíói. Hann var ánægður með íslensku áheyrendurna og sagði í samtali við Morgunblaðið: „Ég finn að það er mikill djass í þessu fólki.“
7. febrúar 2000
Íslensku bókmenntaverðlaunin voru í fyrsta sinn veitt fyrir barnabók, Söguna af bláa hnettinum. Höfundurinn, Andri Snær Magnason, sagði það heiður að „bók sem geymist þar sem börn ná til“ skyldi hafa hlotið verðlaun í flokki fagurbókmennta.
7. febrúar 2005
Jökulfell, skip Samskipa, sökk við Færeyjar, á leið frá Lettlandi til Reyðarfjarðar. Sex skipverjar fórust en fimm var bjargað.Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson