Ofbeldi Unnið er að úrbótum hjá Barnavernd Reykjavíkur.
Ofbeldi Unnið er að úrbótum hjá Barnavernd Reykjavíkur. — Morgunblaðið/Eggert
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur harmar mjög að starfsmaður á vegum nefndarinnar hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi.

Barnaverndarnefnd Reykjavíkur harmar mjög að starfsmaður á vegum nefndarinnar hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi. Í yfirlýsingu leggur nefndin ríka áherslu á að allir fletir þessa máls verði kannaðir rækilega í samvinnu við innri endurskoðun borgarinnar. Framkvæmt verður sérstakt áhættumat á allri starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur og allir verkferlar varðandi ábendingar og tilkynningar til hennar endurskoðaðir með það að markmiði að koma í veg fyrir að mistök eins og þessi endurtaki sig.

Fram kemur að á vegum Reykjavíkurborgar verði kannað sérstaklega hvers vegna ekki var brugðist við tilkynningu sem barst til borgarinnar með símtali árið 2008. Ekki hafi fengist staðfesting frá þeim sem kunni að hafa sent inn hliðstæða tilkynningu árið 2002.