— Morgunblaðið/Eggert
Það getur verið notalegt að hlýja sér og hvíla lúin bein í heitum potti á köldum íslenskum vetrardögum. Þó er sniðugt að verja eyrun fyrir kuldanum, eins og þessi kona gerði sem skellti sér í heita pottinn við ylströndina í Nauthólsvík.
Það getur verið notalegt að hlýja sér og hvíla lúin bein í heitum potti á köldum íslenskum vetrardögum. Þó er sniðugt að verja eyrun fyrir kuldanum, eins og þessi kona gerði sem skellti sér í heita pottinn við ylströndina í Nauthólsvík. Þá virðist öðrum pottagesti hafa verið kalt á fótunum og ákveðið að vera í sokkum ofan í. Nauthólsvíkin er vinsæll staður fyrir sjósundsfólk, sem fer fjölgandi hér á landi.