Vestmannaeyjar Sjálfstæðismenn hafa lengi verið með meirihluta.
Vestmannaeyjar Sjálfstæðismenn hafa lengi verið með meirihluta. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Óánægðir sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum ræða um að bjóða fram sérlista við komandi bæjarstjórnarkosningar. Ástæðan er óánægja með að ekki skuli hafa verið ákveðið að efna til prófkjörs við val á lista flokksins.

Óánægðir sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum ræða um að bjóða fram sérlista við komandi bæjarstjórnarkosningar. Ástæðan er óánægja með að ekki skuli hafa verið ákveðið að efna til prófkjörs við val á lista flokksins.

Elís Jónsson, einn af þeim sem ræða framboð, telur yfirgnæfandi líkur á að af því verði. Ákvörðun hafi þó ekki verið tekin.

Elís er tilbúinn að taka að sér forystu nýs framboðs. Einnig hefur verið rætt um framboð við Írisi Róbertsdóttur, fulltrúa í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi varaþingmann í Suðurkjördæmi, en hún vill ekki svara því af eða á hvort það komi til greina.

Tillaga um prófkjör var felld með 28 atkvæðum gegn 26 á fundi fulltrúaráðsins í síðasta mánuði. Raðað verður á lista Sjálfstæðisflokksins síðar í mánuðinum.

Forystu Sjálfstæðisflokksins hefur verið sagt frá deilunum, samkvæmt heimildum blaðsins. Einhverjir sem utan við þær standa hafa rætt hvort hægt væri að leysa málið með því að fá hreinni línur í vilja fólks um aðferð við val á framboðslistann. 4