• ÍBV hefur fjórum sinnum landað Íslandsmeistaratitli í handbolta kvenna, árin 2000, 2003, 2004 og 2006. Liðið varð bikarmeistari árin 2001, 2002 og 2004, og deildarmeistari árin 2003 og 2004.

• ÍBV hefur fjórum sinnum landað Íslandsmeistaratitli í handbolta kvenna, árin 2000, 2003, 2004 og 2006. Liðið varð bikarmeistari árin 2001, 2002 og 2004, og deildarmeistari árin 2003 og 2004. Alls unnu Eyjakonur því til níu titla á sex ára tímabili í upphafi aldarinnar.

• ÍBV tefldi fyrst fram liði í deildakeppni í handbolta kvenna tímabilið 1981-82 og lék liðið þá í 2. deild. Áður höfðu Vestmannaeyingar sent lið til leiks undir merkjum Þórs og Týs.

• Eyjakonur léku í efstu deild í fyrsta sinn haustið 1986 en luku tímabilinu í næstneðsta sæti með 6 stig eftir 21 leik, og féllu. Þær rokkuðu á milli 1. og 2. deildar næstu ár en komust í hina nýju úrslitakeppni árið 1992, þar sem þær töpuðu í 1. umferð fyrir deildarmeisturum Stjörnunnar. Árið eftir sló ÍBV lið Gróttu út í 8-liða úrslitum og fór í framlengdan oddaleik gegn Víkingi í undanúrslitum, og 1994 lék ÍBV til úrslita um bikarmeistaratitilinn en tapaði naumlega.

• Segja má að ÍBV hafi verið á stöðugri uppleið á 10. áratugnum og liðið landaði svo fyrsta Íslandsmeistaratitlinum árið 2000. Í hönd fór sannkallað gullaldarskeið fram til ársins 2006, og fór liðið til að mynda í undanúrslit Áskorendabikars Evrópu árið 2004.

• ÍBV hafnaði í 7. sæti deildarinnar árið 2007. Tímabilið 2007-08 neyddist liðið til að hætta við þátttöku vegna manneklu, og lék það svo í 2. deild næstu tvo vetur.

• ÍBV náði sér fljótlega aftur á strik eftir þetta og varð í 3. sæti úrvalsdeildarinnar árin 2012, 2013 og 2014 en féll út í undanúrslitum öll árin. Liðið varð í 4. sæti árið 2015 en hefur ekki komist í úrslitakeppnina síðustu tvö tímabil. Í fyrra hafnaði liðið í 5. sæti.

• ÍBV er nú í 4. sæti úrvalsdeildarinnar með 22 stig, fjórum stigum frá toppnum og fimm stigum á undan næsta liði, eftir 16 leiki af 21. Þá leikur liðið í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld.