Sagnsigur. S-NS Norður &spade;ÁD4 &heart;107 ⋄974 &klubs;KD963 Vestur Austur &spade;863 &spade;G105 &heart;ÁD653 &heart;K92 ⋄K3 ⋄G10865 &klubs;742 &klubs;G10 Suður &spade;K972 &heart;G84 ⋄ÁD2 &klubs;Á85 Suður spilar 4&spade;.

Sagnsigur. S-NS

Norður
ÁD4
107
974
KD963

Vestur Austur
863 G105
ÁD653 K92
K3 G10865
742 G10

Suður
K972
G84
ÁD2
Á85

Suður spilar 4.

ACOListar fortíðar voru sérfræðingar í að spila trompsamninga á 4-3 fitt. Og engin furða, því kerfið teymdi þá oft og iðulega á asnaeyrunum upp í fjóra í hálit, framhjá þremur gröndum. Svo dæmi sé tekið, þá þótti ekkert tiltökumál að opna á 1 með 4-4 í hálitunum og segja 2 í næsta hring. Svarhöndin studdi gjarnan með þrílit og þá var voðinn vís.

Fjögur-þrjú tromplitur er vondur tromplitur – almennt og yfirleitt. Og ástæðan er einföld: tromp andstæðinganna þarf helst að falla 3-3, en á því eru ekki nema þriðjungs líkur. En stundum er þetta eina geimið sem vinnst og þá fagna menn „sagnsigri“. Adam Grossack og John McAllister renndu sér í 4 í þessu spili bridshátíðar.

Grossack vakti á laufi, vestur kom inn á 1, McAllister sagði 2 (góð hækkun í laufi) og austur doblaði. Grossack sagði nú 2 á kónginn fjórða – þrír og fjórir.

Tíu auðveldir slagir.