Sköp Hinu margfræga og mikilvæga málverki Courbet, „L'Origine du Monde“, komið fyrir í kassa fyrir flutninga milli listasafna árið 2016.
Sköp Hinu margfræga og mikilvæga málverki Courbet, „L'Origine du Monde“, komið fyrir í kassa fyrir flutninga milli listasafna árið 2016. — AFP
Eftir sjö ára langt þref um hvar skuli réttað í dómsmáli Facebook og fransks kennara, Frédéric Durand, hafa réttarhöld loksins hafin í dómssal í París.

Eftir sjö ára langt þref um hvar skuli réttað í dómsmáli Facebook og fransks kennara, Frédéric Durand, hafa réttarhöld loksins hafin í dómssal í París. Durand lögsótti fyrirtækið og sakaði um ritskoðun í kjölfar þess að Facebook-síðu hans var lokað skömmu eftir að hann birti ljósmynd af margfrægu málverki Gustav Courbet, „L'Origine du Monde“, eða „Uppruna heimsins“ sem sýnir kynfæri konu í nærmynd.

Durand segir Facebook ekki hafa varað hann við eða gefið neina ástæðu fyrir því að síðu hans var lokað í febrúar árið 2011 og fór í mál við eigendur þess á grundvelli tjáningarfrelsis, að því er fram kemur á vef dagblaðsins The Guardian . Durand reyndi margoft að opna Facebook-síðu sína á ný en án árangurs og gáfu lögmenn Facebook þá skýringu að það væri tæknilega ómögulegt þar sem gögnum fyrir ógildar síður væri eytt 90 dögum eftir ógildingu. Árið 2015 breytti Facebook reglum sínum á þann veg að leyfilegt væri að birta nektarmyndir ef um listaverk væri að ræða. Rök Durand í málinu voru m.a. þau að þótt verk Courbet sýndi nekt væri það of listasögulega mikilvægt til að teljast brot á reglum Facebook á þeim tíma sem hann birti myndina. Vill hann fá skaðabætur fyrir að hafa verið hent út af Facebook.

Lögmenn Facebook segja fyrirtækið saklaust af ritskoðun og benda á að Durand hafi opnað síðu undir öðru nafni og birt á henni mynd af sama verki án vandræða. Lögmaður Durand segir á móti að það geti ekki verið tilviljun að fyrri síðu hafi verið lokað rétt eftir að Durand birti myndina. Úrskurður verður kveðinn upp 15. mars.