Arion Bankinn er í söluferli.
Arion Bankinn er í söluferli.
Forsvarsmenn Kaupskila, sem eiga 57% hlut í Arion banka, reyna nú til þrautar að fá sem flesta lífeyrissjóði að eignarhaldi bankans í aðdraganda þess að hann verður skráður á markað.

Forsvarsmenn Kaupskila, sem eiga 57% hlut í Arion banka, reyna nú til þrautar að fá sem flesta lífeyrissjóði að eignarhaldi bankans í aðdraganda þess að hann verður skráður á markað. Í því skyni hefur stjórn Arion banka lagt fram tillögu um 25 milljarða arðgreiðslu út úr bankanum sem renna mun í hlutfalli til nýrra eigenda hans, gangi kaup sjóðanna eftir.

Þrátt fyrir þetta hefur reynst minni áhugi meðal sjóðanna á aðkomu að bankanum en búist var við. Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa lítinn áhuga á að kaupa hlut í bankanum í aðdraganda skráningarinnar þótt þeir útiloki ekki kaup í honum af því tilefni.

Í tilboði sem Kaupskil sendu lífeyrissjóðunum í janúar var miðað við að sjóðirnir keyptu að lágmarki 5% hlut. Í tillögu að hinni skilyrtu arðgreiðslu sem nú er stefnt að er aðeins gerður áskilnaður um að Kaupskil losi um 2% hlut í bankanum fyrir 15. apríl næstkomandi. 16