Ráðgert er að hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson haldi til loðnumælinga norðvestur af landinu um leið og veður leyfir. Markmiðið er að kanna hvort bæst hafi í loðnugöngur á þessum slóðum frá mælingum í lok janúar.

Ráðgert er að hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson haldi til loðnumælinga norðvestur af landinu um leið og veður leyfir. Markmiðið er að kanna hvort bæst hafi í loðnugöngur á þessum slóðum frá mælingum í lok janúar. Að sögn Þorsteins Sigurðssonar, sviðsstjóra á Hafrannsóknastofnun, hefur hluti hrygningargöngunnar komið seint inn á landgrunnskantinn norðvestur af landinu síðustu ár. 10