Hrafn Þorgeirsson
Hrafn Þorgeirsson
„Ég hef ekki heyrt neitt frá Samgöngustofu, við höfum ekki fengið upplýsingar um þetta,“ svaraði Hrafn Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Primera Air, spurður út í málið. „Ég held að við höfum ekki verið að draga neitt á langinn.

„Ég hef ekki heyrt neitt frá Samgöngustofu, við höfum ekki fengið upplýsingar um þetta,“ svaraði Hrafn Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Primera Air, spurður út í málið. „Ég held að við höfum ekki verið að draga neitt á langinn. Þetta hefur tekið einhvern tíma í afgreiðslu en við erum að greiða út bætur í hverri viku. Auðvitað viljum við reyna að flýta afgreiðslunni en þetta er flókið, það þarf að skoða hverja seinkun fyrir sig,“ segir Hrafn.

„Við vinnum samkvæmt lögum og reglum og greiðum öllum sem eiga rétt á bótum,“ segir Hrafn. Hann segir reglugerð um réttindi flugfarþega vegna seinkana vera íþyngjandi fyrir flugfélögin. „Ég hef ekki heyrt neinn flugrekanda segja þetta gagnast neytendum, því auðvitað á endanum eru það þeir sem greiða með hærra verði. Ein seinkun í dag kostar auðveldlega 150 þúsund evrur ef allir krefjast bóta.“

Hrafn segir Primera Air vera með ágætis stundvísi. „Við erum bara með eina vél í einu á Íslandi þannig að ef vélin okkar bilar að morgni getur það kostað meira en þriggja tíma seinkun því við náum ekki að koma annarri vél til Íslands á þeim tíma.

Það hafa verið uppi áhyggjur af því að þetta geti haft áhrif á öryggið enda ótrúlega pressa á starfsfólki vitandi það að ef vélin stöðvast er það kannski 100 til 150 þúsund evra kostnaður. Það er verið að tala um að lækka upphæðirnar og lengja tímann sem flugfélögin hafa. Flugfélög eins og okkar, sem eru í stærri hópum í gegnum ferðaskrifstofur, lenda líka verr í þessu en t.d. flugfélag eins og SAS. Þar sækja kannski bara 5% farþega rétt sinn en í einu flugi frá Tenerife sækir kannski meira en helmingur rétt sinn.“