Nýjust Shadya Goumaz bættist í hóp ÍBV í janúar.
Nýjust Shadya Goumaz bættist í hóp ÍBV í janúar. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eyjakonur bættu við sig einum leikmanni nú í janúar þegar Shadya Goumaz kom til liðsins frá Sviss. Goumaz er rétthent en hefur aðallega leikið í hægri skyttustöðunni.

Eyjakonur bættu við sig einum leikmanni nú í janúar þegar Shadya Goumaz kom til liðsins frá Sviss. Goumaz er rétthent en hefur aðallega leikið í hægri skyttustöðunni.

Síðasta sumar fékk ÍBV spænska línumanninn Asun Batista sem unnið hefur alla titla sem hægt er að vinna í strandhandbolta, þar á meðal heimsmeistaratitil. Hún leikur sem línumaður og fyllti í skarðið sem portúgalska landsliðskonan Telma Amado skildi eftir sig.

ÍBV fékk einnig til sín Díönu Kristínu Sigmarsdóttur, örvhenta skyttu og markadrottningu Fjölnis í 1. deildinni á síðustu leiktíð, en hún small ekki inn í liðið og ákvað að yfirgefa það um áramótin og halda til Noregs.

Níu leikmenn sem fæddir eru árið 2000 eða síðar hafa verið í leikmannahópi ÍBV í að minnsta kosti tveimur leikjum í vetur, en komið mismikið við sögu. Þar á meðal er hin 15 ára gamla Harpa Valey Gylfadóttir sem skorað hefur sex mörk.

Markmenn :

Andrea Gunnlaugsdóttir – 3 leikir, 0 mörk

Erla Rós Sigmarsdóttir – 15 leikir, 0 mörk

Guðný Jenny Ásmundsdóttir – 15 leikir, 0 mörk

Aðrir leikmenn :

Alexandra Ósk Thorarensen – 12 leikir, 0 mörk

Asun Batista – 15 leikir, 29 mörk

Ásta Björt Júlíusdóttir – 9 leikir, 21 mark

Bríet Ómarsdóttir – 5 leikir, 0 mörk

Elísa Björk Björnsdóttir – 4 leikir, 1 mark

Ester Óskarsdóttir – 16 leikir, 97 mörk

Eva Aðalsteinsdóttir – 8 leikir, 3 mörk

Greta Kavaliuskaite – 16 leikir, 68 mörk

Hafrún Dóra Hafþórsdóttir – 10 leikir, 0 mörk

Harpa Valey Gylfadóttir – 9 leikir, 6 mörk

Karólína Bæhrenz Lárud. – 16 leikir, 79 mörk

Kristrún Ósk Hlynsdóttir – 16 leikir, 28 mörk

Linda Björk Brynjarsdóttir – 4 leikir, 0 mörk

Rósa María Bjarnadóttir – 2 leikir, 0 mörk

Sandra Dís Sigurðardóttir – 16 leikir, 19 mörk

Sandra Erlingsdóttir – 13 leikir, 78 mörk

Shadya Goumaz – 4 leikir, 4 mörk