Frægðarsól Grýlanna reis hæst þegar þær léku í kvikmynd Stuðmanna, Með allt á hreinu, árið 1982, undir nafninu Gærurnar. Árið eftir gáfu þær út breiðskífuna Mávastellið.
Frægðarsól Grýlanna reis hæst þegar þær léku í kvikmynd Stuðmanna, Með allt á hreinu, árið 1982, undir nafninu Gærurnar. Árið eftir gáfu þær út breiðskífuna Mávastellið. Hljómsveitin fór í tónleikaferð til Norðurlandanna og Bandaríkjanna í boði Íslendingafélagsins þar.
Hljómsveitin var skipuð þeim Ragnhildi Gísladóttur, söngkonu og hljómborðsleikara, Herdísi Hallvarðsdóttur bassaleikara, Ingu Rún Pálmarsdóttur gítarleikara og Lindu Björk trommuleikara sem allar fóru í sína áttina hver eftir að sveitin lagði upp laupana.