Flytjendurnir Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir íslensk tónskáld.
Flytjendurnir Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir íslensk tónskáld.
Á háskólatónleikum í hádeginu í dag, miðvikudag, verður frumflutt nýtt verk eftir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur og Unu Sveinbjarnardóttur. Einnig verða flutt tónverk eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Karólínu Eiríksdóttur. Tónleikarnir hefjast kl. 12.

Á háskólatónleikum í hádeginu í dag, miðvikudag, verður frumflutt nýtt verk eftir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur og Unu Sveinbjarnardóttur. Einnig verða flutt tónverk eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Karólínu Eiríksdóttur. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 í kapellu aðalbyggingar Háskóla Íslands og er aðgangur ókeypis.

Á tónleikunum verða tónlist og söngur í höndum fjögurra tónlistarkvenna: Catherine Maria Stankiewicz leikur á selló, Hafdís Vigfúsdóttir á flautu og Sólrún Franzdóttir Wechner á sembal. Hildigunnur Einarsdóttur messósópran syngur.

Um höfunda nýja verksins má segja að Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir lauk tónsmíðanámi við LHÍ vorið 2016. Hún hefur unnið með leikurum, sviðshöfundum, leik- og kammerhópum og kvikmyndagerðarmönnum innan og utan veggja LHÍ. Hún er virkur félagi í listhópnum Hlökk. Una Sveinbjarnardóttir er konsertmeistari Kammersveitar Reykjavíkur, leikur jafnframt með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Umleikis , diskur með tíu frumsömdum verkum Unu, kom út 2014.

Flytjendurnir á tónleikunum eru fjölmenntaðir. Catherine Maria Stankiewicz stundaði framhaldsnám í Bern og Kaliforníu, hefur unnið til verðlauna fyrir leik sinn og er stofnandi alþjóðlega kammerhópsins Ensemble Estelliah. Hafdís Vigfúsdóttir stundaði framhaldsnám í Hollandi og í Noregi, leikur með ýmsum sveitum og flytur kammertónlist. Hildigunnur Einarsdóttir stundaði framhaldsnám í Þýskalandi og Hollandi og lauk nýverið námi í skapandi tónlistarmiðlun frá LHÍ. Og Sólrún Franzdóttir Wechner lærði fyrst á fiðlu en hóf sembalnám 2006 og lauk námi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 2012. Þá hélt hún til náms í Þýskalandi og er nú í framhaldsnámi í Frankfurt.