[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Söngvari hljómsveitarinnar Imagine Dragons, Dan Reynolds segir frægðina fallega en með henni kemur að þurfa að taka í höndina á kölska sjálfum eins og hann orðar það. Dan segist opna hjarta sitt í gegnum tónlistina.

Söngvari hljómsveitarinnar Imagine Dragons, Dan Reynolds segir frægðina fallega en með henni kemur að þurfa að taka í höndina á kölska sjálfum eins og hann orðar það. Dan segist opna hjarta sitt í gegnum tónlistina. „Ef þú ert viðkvæm sál þá koma tímar sem þú vilt skríða ofan í holu og hætta við þetta allt saman, en þú getur það auðvitað ekki.“

Dan og félagar hans í Imagine Dragons nota frægðina þó til þess að tala um réttindabaráttu LGBT-samfélagsins og einnig opna umræðu um geðræna sjúkdóma. Á tónleikum sem haldnir voru á O2 arena í London voru aðdáendur sveitarinnar dolfallnir þegar hljómsveitin vaktu athygli fólks á þörfum málefnum á borð við þunglyndi hjá ungu fólki, kynhneigð og einnig á ástandinu vegna skotárása í Bandaríkjunum, Dan tileinkaði fórnarlömbum skotárásarinnar í Flórída lagið I don't know why. „Kröftugir og áhrifamiklir tónleikar“ sagði einn gagnrýnandi.