Í Hörpu Ráðstefna UAK um helgina.
Í Hörpu Ráðstefna UAK um helgina.
Félagið Ungar athafnakonur (UAK) var stofnað í maí 2014 af Lilju Gylfadóttur og hóf formlega störf með stofnfundi félagsins í september sama ár. Til marks um áhugann mættu hátt í 200 ungar konur á stofnfund UAK.

Félagið Ungar athafnakonur (UAK) var stofnað í maí 2014 af Lilju Gylfadóttur og hóf formlega störf með stofnfundi félagsins í september sama ár. Til marks um áhugann mættu hátt í 200 ungar konur á stofnfund UAK.

Meðlimir eru með fjölbreyttan bakgrunn, ýmist úr atvinnulífinu eða námi. Félagið leitast við að skapa vettvang fyrir konur til að fræðast og efla hver aðra. Því fylgir tengslanet kvenna sem stefna að markmiðum sínum á ýmsum sviðum. UAK vill hjálpa meðlimum að finna styrkleika sína og fylla þátttakendur viðburða eldmóði.

Markmiðið er að styrkja stöðu og framtíð ungra kvenna sem stjórnendur og þátttakendur í atvinnulífinu.