Kýr Mjólkurkvótinn er eftirsóttur.
Kýr Mjólkurkvótinn er eftirsóttur. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Matvælastofnun innleysti nú um mánaðamótin liðlega 607 þúsund lítra greiðslumark í mjólk frá 7 bændum og endurúthlutaði til 93 búa.

Matvælastofnun innleysti nú um mánaðamótin liðlega 607 þúsund lítra greiðslumark í mjólk frá 7 bændum og endurúthlutaði til 93 búa.

Innlausn ríkisins á mjólkurkvóta kemur í stað kvótamarkaðar Mast sem í gildi var þar til núverandi búvörusamningur kom til framkvæmda.

Alls sóttu 93 bændur um viðbótarkvóta, samtals nærri 9,2 milljónir lítra.

Allir fengu eitthvað

Meirihluti þess kvóta sem Mast úthlutaði að nýju fór til forgangshópa, til þeirra sem framleitt höfðu umfram kvóta á tilteknu tímabili og nýliða. 150 þúsund lítrum var skipt á öll þau 93 bú sem sóttu um og kom því lítið í hlut hvers.

Innlausnarvirði greiðslumarksins er 122 krónur á lítra á þessu ári. helgi@mbl.is