Björn Ásgeir Guðjónsson fæddist í Reykjavík 7.3. 1929 og ólst upp á Bráðræðisholtinu. Foreldrar hans voru Guðjón Þórðarson, skósmiður í Reykjavík og formaður Lúðrasveitar Reykjavíkur, og Anna Jónsdóttir.

Björn Ásgeir Guðjónsson fæddist í Reykjavík 7.3. 1929 og ólst upp á Bráðræðisholtinu. Foreldrar

hans voru Guðjón Þórðarson, skósmiður í Reykjavík og formaður Lúðrasveitar Reykjavíkur, og Anna Jónsdóttir.

Guðjón var sonur Þórðar Stefánssonar, bónda á Bakka í Melasveit, af Deildartunguætt, og Sigríðar Jónsdóttur frá Ferjubakka. Anna var dóttir Jóns, bónda í Valdakoti í Flóa Þorsteinssonar, smiðs í

Gerðakoti Sveinbjörnssonar, pr. í Holti Guðmundssonar.

Björn var kvæntur Ingibjörgu Jónasdóttur og eignuðust þau tvö börn auk þess sem Björn átti stjúpdóttur.

Björn var fyrst við tónlistarnám hjá Albert Klahn, Karli Runólfssyni og Wilhelm Lansky Otto. Hann var í Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá Jóni Þórarinssyni og lærði við Det Kongelige Danske Musik Konservatorium þar sem aðalkennari hans var Kurt Pedersen.

Björn var trompetleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands um árabil, kennari og stjórnandi Skólahljómsveitar Kópavogs frá stofnun hennar, 1967, kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík, trompetleikari við óperuna í Gautaborg um skeið, var félagi í lúðrasveitinni Svani í tvö ár, félagi í Lúðrasveit Reykjavíkur í tæpa þrjá áratugi, formaður Lúðrasveitar Reykjavíkur 1963-66, var varaformaður Félags íslenskra hljóðfæraleikara um skeið, stjórnandi Lúðrasveitar verkalýðsins og

stjórnandi Hornaflokks Kópavogs frá stofnun 1977.

Björn var félagi í Det Danske Trompeter Laug. Hann var heiðursfélagi Lúðrasveitar Vestmannaeyja og Havnarhornorkestur í Færeyjum. Þá var hann kjörinn heiðurslistamaður Kópavogs 1988 og var vel að því kominn, enda mikilhæfur og áhrifamikill tónlistarmaður í bæjarfélaginu um langt árabil og afar vinsæll kennari.

Björn lést 23.6. 2003.