— Morgunblaðið/Ómar
7. mars 1975 Flutningaskipið Hvassafell strandaði við Flatey á Skjálfanda í hvassviðri og snjókomu. Mannbjörg varð. Skipið náðist af strandstað og gert var við það. 7.

7. mars 1975

Flutningaskipið Hvassafell strandaði við Flatey á Skjálfanda í hvassviðri og snjókomu. Mannbjörg varð. Skipið náðist af strandstað og gert var við það.

7. mars 1981

Lagið „Af litlum neista“ hlaut flest atkvæði í fyrstu söngvakeppninni sem Sjónvarpið efndi til. Lagið var eftir Guðmund Ingólfsson sálfræðinema frá Hvammstanga en Pálmi Gunnarsson söng það.

7. mars 1996

Vikublaðið „Séð og heyrt“ hóf göngu sína. Í fyrsta tölublaðinu var meðal annars rætt við biskupshjónin, fylgst með forsetaframbjóðendum og fjallað um hund forsætisráðherra, sem sagður var mikið gæðablóð.

7. mars 2014

Búðarhálsvirkjun var formlega tekin í notkun. Uppsett afl er 95 megawött og árleg orkuvinnsla 585 gígawattstundir. Kostnaður var áætlaður 27 milljarðar króna.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson