Þorsteinn frá Hamri
Þorsteinn frá Hamri
Út er komið Tímarit Máls og menningar, fyrsta hefti ársins. Flaggskip heftisins er ljóð eftir Þorstein frá Hamri sem lést fyrir skömmu. Hann valdi það sjálfur til að halda upp á áttræðisafmæli sitt sem hefði verið hinn 15.

Út er komið Tímarit Máls og menningar, fyrsta hefti ársins. Flaggskip heftisins er ljóð eftir Þorstein frá Hamri sem lést fyrir skömmu. Hann valdi það sjálfur til að halda upp á áttræðisafmæli sitt sem hefði verið hinn 15. mars, en eins og segir í tilkynningu „er það nú kveðja hans til okkar allra“.

Annað dýrmætt efni í heftinu eru tvö ljóðabréf frá Ara Jósefssyni sem féll sviplega frá ungur árið 1964. Jón Kalman Stefánsson fann þessi ljóðabréf í fórum móðursystur sinnar, Jóhönnu Þráinsdóttur, og fylgir þeim eftir með grein.

Meðal höfunda skáldskapar í hefðinu eru Alda Björk Valdimarsdóttir, Tóroddur Poulsen, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Bjarni Bernharður, Gísli Þór Ólafsson og fjórir Víetnamar en forvitnilegar smásögur um ástir og átök eru eftir Orkneyinginn George MacKay Brown, Þórdísi Helgadóttur og Steinunni Lilju Emilsdóttur.

Ritstjóri þessa heftis er Silja Aðalsteinsdóttir, sem í tvígang hefur verið ritstjóri TMM. Hún „brúar hér bilið“ eftir að ritstjórinn Guðmundur Andri Thorsson var kjörinn á þing og þar til nýr ritstjóri verður ráðinn.