Búnaðarþing vill að niðurstaða EFTA-dómstólsins, sem lýsti takmarkanir íslenskra stjórnvalda á innflutningi á fersku kjöti andstæðar skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningum, verði ekki innleidd óbreytt í íslensk lög.

Búnaðarþing vill að niðurstaða EFTA-dómstólsins, sem lýsti takmarkanir íslenskra stjórnvalda á innflutningi á fersku kjöti andstæðar skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningum, verði ekki innleidd óbreytt í íslensk lög. Það verði gert með samningaviðræðum við Evrópusambandið.

Þetta er ein af þeim leiðum sem búnaðarþing leggur til að verði farin til að íslensk löggjöf tryggi áfram vernd heilsu manna og dýra með bestu mögulegum aðferðum. Tilgangurinn er að vernda innlenda búfjárstofna, koma í veg fyrir fjölgun matarsýkinga og aukna sýkingu af völdum sýklalyfjaónæmra baktería.

Búnaðarþingi lauk í gær. Sindri Sigurgeirsson var endurkjörinn formaður. helgi@mbl.is