Sveitarfélög Útlán nema 74 milljörðum.
Sveitarfélög Útlán nema 74 milljörðum.
Hagnaður Lánasjóðs sveitarfélaga nam 777 milljónum króna á síðasta ári. Til samanburðar var hagnaðurinn 983 milljónir króna á árinu 2016 og skýrist munurinn einkum af tekjufærslu á árinu 2016 vegna endurheimta af kröfu á hendur Glitni banka.

Hagnaður Lánasjóðs sveitarfélaga nam 777 milljónum króna á síðasta ári. Til samanburðar var hagnaðurinn 983 milljónir króna á árinu 2016 og skýrist munurinn einkum af tekjufærslu á árinu 2016 vegna endurheimta af kröfu á hendur Glitni banka.

Heildareignir sjóðsins í lok síðast árs námu 85,7 milljörðum króna en voru 78,0 milljarðar í árslok 2016. Heildarútlán sjóðsins námu 73,6 milljörðum króna um áramótin, samanborið við 71,2 milljarða í árslok 2016. Vegið eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki var 97% um áramótin.

Stjórn sjóðsins leggur til að á árinu 2018 verði arður að fjárhæð 388 milljónir króna greiddur til hluthafa í samræmi við arðgreiðslustefnu sjóðsins.