Hávegir – alltaf fleirtala – merkir virðing og orðtakið að hafa e-n / e-ð í hávegum að meta e-n / e-ð mikils . Eitthvað hefur skolast til í „þegar unglingsárin voru í hávegum“.
Hávegir – alltaf fleirtala – merkir virðing og orðtakið að hafa e-n / e-ð í hávegum meta e-n / e-ð mikils . Eitthvað hefur skolast til í „þegar unglingsárin voru í hávegum“. Höfundur kann, eftir atvikum, að hafa meint á hápunkti unglingsáranna eða þegar mest gekk á ellegar þegar hæst stóð á því skeiði.