— Morgunblaðið/Ómar
Alþjóðlega GAMMA Reykjavíkurskákmótið 2018 hófst í gær. Mótið er haldið í minningu heimsmeistarans Roberts James Fischer sem hefði orðið 75 ára 9. mars nk.

Alþjóðlega GAMMA Reykjavíkurskákmótið 2018 hófst í gær. Mótið er haldið í minningu heimsmeistarans Roberts James Fischer sem hefði orðið 75 ára 9. mars nk.

Mótið í ár er þétt skipað og eru 248 keppendur skráðir til leiks og þar af eru íslenskir keppendur 93. Keppendur koma frá 34 þjóðlöndum. Fyrsta umferð fór fram í gær. Í flestum tilvikum unnu stigahærri skákmenn sigur á þeim stigalægri en Kristján Eðvarðsson náði jafntefli gegn sterkum stórmeistara frá Rússlandi, Sergei Grigoriants, og Hannes Hlífar Stefánsson stórmeistari sigraði Lenku Ptachnikovu. Á meðfylgjandi mynd má sjá Líf Magneudóttur, forseta borgarstjórnar, leika fyrsta leik mótsins fyrir ungverska stórmeistarann Richard Rapport í skák hans gegn Haik Der Manuelian frá Bandaríkjunum.