Í tillögu að aðalskipulagi Vestmannaeyja er talsvert fjallað um kosti og galla þess að grafa út hluta af nýja hrauninu og byggja þar á ný.

Í tillögu að aðalskipulagi Vestmannaeyja er talsvert fjallað um kosti og galla þess að grafa út hluta af nýja hrauninu og byggja þar á ný. Í tillögunni segir meðal annars:

„Nýtt miðbæjarsvæði með íbúðum sem yrði til þegar hraunið við miðbæinn yrði grafið út, er líklegt til að hafa verulega neikvæð áhrif á jarðmyndanir og hraun sem runnið hefur á nútíma. Inngripið er sterkt og fæli í sér að hraunið sem rann yfir byggðina í miðbænum og húsin sem þar voru yrði tekið í burtu. Því myndi fylgja töluverð landmótun og aðlögun.

Rökin með því að þetta svæði verði aftur tekið undir byggð er að þarna var byggð áður en hraunið rann, verulega sé þrengt að miðbænum í dag og litlir möguleikar til uppbyggingar og mikill fengur sé að því að farið verði í uppbyggingu á þessu svæði. Mikil hreinsun átti sér stað í bænum eftir gos þegar gjóska var mokuð af bænum og vel sé hægt að hugsa sér að halda þeirri hreinsun áfram á þessu svæði. Það er mat Vestmannaeyjabæjar að þessi valkostur sé allrar skoðunar virði og því er hann settur fram í tillögunni.“