Alexander Petersson
Alexander Petersson
Að minnsta kosti þrír Íslendingar taka þátt í úrslitahelgi þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í vor en í gærkvöld tryggðu bæði Rhein-Neckar Löwen og Hannover-Burgdorf sér sæti í undanúrslitunum.

Að minnsta kosti þrír Íslendingar taka þátt í úrslitahelgi þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í vor en í gærkvöld tryggðu bæði Rhein-Neckar Löwen og Hannover-Burgdorf sér sæti í undanúrslitunum.

Löwen tók á móti Leipzig í Mannheim og vann auðveldan sigur, 35:23. Alexander Petersson var næstmarkahæstur hjá Löwen með 7 mörk úr 9 skotum en Andy Schmid skoraði 8 mörk. Guðjón Valur Sigurðsson kom lítið við sögu og var ekki á meðal markaskorara.

Hannover-Burgdorf vann Göppingen í spennuleik, 31:30, þar sem ekkert var skorað síðustu einu og hálfu mínútuna. Rúnar Kárason skoraði ekki fyrir Burgdorf en átti eina stoðsendingu.

Bjarki Már Elísson getur bæst í hópinn í kvöld þegar Füchse Berlín tekur á móti Magdeburg í síðasta leik átta liða úrslitanna. Wetzlar var áður komið í undanúrslitin. vs@mbl.is