Markaskorari Silvía Björgvinsdóttir, lengst til vinstri, skoraði tvö marka Ynjanna í leiknum í gærkvöld og sigurmarkið í framlengingunni.
Markaskorari Silvía Björgvinsdóttir, lengst til vinstri, skoraði tvö marka Ynjanna í leiknum í gærkvöld og sigurmarkið í framlengingunni. — Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason
Ynjur sigruðu Ásynjur, 3:2, í framlengdum fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í íshokkíi kvenna á Akureyri í gærkvöld en tvo sigra þarf til að verða meistari. Ynjur eiga titil að verja frá því í fyrra.

Ynjur sigruðu Ásynjur, 3:2, í framlengdum fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í íshokkíi kvenna á Akureyri í gærkvöld en tvo sigra þarf til að verða meistari. Ynjur eiga titil að verja frá því í fyrra.

Akureyrarliðin mætast aftur annað kvöld og þá geta Ynjur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með öðrum sigri. Ef Ásynjur ná að jafna metin verður oddaleikur á sunnudagskvöldið.

Hin þrautreynda Sarah Smiley kom Ásynjum yfir á 14. mínútu en Silvía Björgvinsdóttir jafnaði fyrir Ynjur á 18. mínútu og staðan var 1:1 eftir fyrsta leikhluta.

Sunna Björgvinsdóttir kom Ynjum í 2:1 á 29. mínútu en Smiley skoraði aftur á 37. mínútu og staðan því 2:2 að öðrum hluta loknum. Ekkert var skorað í þriðja og síðasta hlutanum og því þurfti að grípa til framlengingar.

Silvía skoraði sigurmarkið fyrir Ynjur þegar fjórar mínútur voru liðnar af framlengingunni, 3:2. vs@mbl.is